Siðfræði lífs og dauða

Útgefandi: Háskólaútg
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2023 380 4.990 kr.
Kilja 2003 380 3.390 kr.

Siðfræði lífs og dauða

Útgefandi : Háskólaútg

3.390 kr.4.990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2023 380 4.990 kr.
Kilja 2003 380 3.390 kr.

Um bókina

Þessi bók kemur nú út í þriðja sinn í endurbættri gerð með hliðsjón af þróun á sviðinu síðustu ár. Í henni fjallar höfundur um siðferðileg álitamál tengd heilbrigðisþjónustu, rannsóknum á fólki, heilbrigðisstefnu og lýðheilsu á ítarlegan en aðgengilegan hátt. Bókin hefur verið nýtt mikið í kennslu en jafnframt notið almennra vinsælda frá því hún birtist fyrst 1993. Hún var þá tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut höfundur viðurkenningu Hagþenkis fyrir mikilsverð fræðastörf. Önnur útgáfa bókarinnar kom út í þýskri þýðingu 2005. 

Meðal þeirra spurninga sem fjallað er um í bókinni eru: 

Er tæknivæðing heilbrigðisþjónustu ógn við mannhelgi sjúklinga? 

Hvers vegna ber að halda þagnarskyldu og hvenær má rjúfa hana? 

Hvernig á að skilja sjálfræði og ábyrgð sjúklinga?
Er réttlætanlegt að beita veikt fólk nauðung? 

Hvernig ætti að standa að erfðaprófum og erfðaráðgjöf? 

Á fólk rétt til að eiga börn?
Er leit að erfðagöllum á fósturstigi réttlætanleg?
Eru líknardráp siðferðilega verjandi? 

Hvernig á að móta réttláta heilbrigðisstefnu? 

Hvaða siðferðisrök eru fyrir sóttvarnaraðgerðum? 

Ber fólk ábyrgð á eigin heilsu? 

Rauði þráðurinn í röksemdum Vilhjálms er krafan um að sýna fólki siðferðilega virðingu. Í því skyni þurfi fagfólk í heilbrigðisþjónustu að virða velferð og sjálfræði sjúklinga og iðka samræður sem miða að gagnkvæmu trausti. Við mótun heilbrigðisstefnu birtist virðingin í því að gæta réttlætis og samábyrgðar meðal borgaranna og ástunda lýðræðisleg vinnubrögð. 

Tengdar bækur