Höfundur: Cressida Cowell

Forðum var til galdur og galdurinn bjó í myrkum skógum. En þá kom herþjóðin…

Xar er seiðmenni en býr ekki yfir galdramætti og er til í að gera allt til að öðlast hann. Ósk er stríðsmaður en á forboðinn galdragrip og er til í að gera allt til að leyna honum. Þegar örlagastjörnur Xars og Óskar mætast verða þau að gleyma þrætuefnum þjóða sinna ef þau eiga að komast í hinar leyndu dýflissur Járnvirkisins. En þar byltir sér nú eitthvað sem sofið hefur öldum saman…

Fyrsta bókin í þriggja bóka flokki eftir metsöluhöfundinn Cressidu Cowell en bókaflokkur hennar Að temja drekann sinn sló rækilega í gegn og eftir þeim hafa verið gerðar bæði verðlaunakvikmyndir og sjónvarpsþættir.

Þýðandi: Jón. St. Kristjánsson.