Höfundur: Guðbergur Bergsson

Það er vordagur á Tanga og verið er að jarðsetja elsta íbúa þorpsins. Anna heldur heim úr kirkjugarðinum til þess að undirbúa erfidrykkju eftir ömmu sína því að öll fjölskyldan er saman komin þennan dag. Í stofunum í Valhöll birtist þennan dag tengdafjölskyldan úr Ásgarði, bræðurnin Magnús, Sveinn og Pétur. Sveina gamla móðir þeirra og svilkonurnar Katrín og Tobba. Börn Önnu, Hermann og Dídí, fara sinna ferða og skáldið Svanur laumast inn í húsið en veigrar sér við að setjast inn í stofuna hjá alþýðunni. Fyrir utan stofugluggann er Tómas Jónsson á vappi og draugar hins liðna skjóta upp kollinum þegar síst skildi.

Sögurnar þrjár sem hér koma út undir heitinu Sannar sögur voru fyrst útgefnar á árunum 1973-1974 og mymda eitt samfellt verk. Þær birtast nú í endurskoðaðri gerð höfundar. Þetta er saga íslenskar alþýðu á tímum hermangs og græðgi, tímum andlegs doða og niðurlægingar. En jafnframt færir snillingurinn Guðbergur Bergsson lesendum sínum heillandi sögu um frelsandi mátt orðanna, hugaróranna og skáldskaparins þegar hert er að manneðlinu.