Sharon var alin upp á barnaheimili og vissi ekki hverjir foreldrar hennar voru. Hún átti dapurlega æsku og sem fullorðin var hún sökuð um morð sem vinkona hennar framdi. Sharon flúði og hafnaði loks á smáeyju við strönd Kanada. Þar var skuggalegur draugakastali sem allir óttuðust og þar kynntist hún líka Pétri og Gordon, mönnum sem breyttu lífi hennar .