Sál og mál

Útgefandi: MM
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2006 2.065 kr.
spinner

Sál og mál

Útgefandi : MM

2.065 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2006 2.065 kr.
spinner

Um bókina

Þorsteinn Gylfason var einn snjallasti rithöfundur þjóðarinnar. Fáum lét betur að setja hugsanir sínar í orð á greinargóðan og skemmtilegan hátt, enda náðu skrif hans um heimspeki miklum vinsældum meðal almennings. Þessir eiginleikar koma berlega í ljós í þessu greinasafni sem hann hafði lagt drög að þegar hann lést í ágúst 2005.

Í ritinu hefur umfjöllun um sálarfræði forgang þótt víðar sé komið við, ekki síst í málspeki með áherslu á sannleika og skilning. Það er safn tólf greina og skiptist í þrjá hluta. Nefnist sá fyrsti Sál, annar Mál og sá þriðji Sál og mál. Í viðauka eru þrír fyrirlestrar sem Þorsteinn hélt á ensku og hafa þeir ekki verið birtir áður, auk þess sem þrjár greinanna eru áður óbirtar. Inngang ritar Mikael M. Karlsson, prófessor í heimspeki, en ritstjóri safnsins er Hrafn Ásgeirsson, doktorsnemi í heimspeki.

Þorsteinn Gylfason var prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Hann ritaði margt um fræði sín og önnur málefni og var auk þess mikilvirkur ljóðaþýðandi. Hann hlaut stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar árið 1994. Hjá Heimskringlu hafa áður komið út bækur hans Tilraun um heiminn, Að hugsa á íslensku, sem hlaut Íslensku bókmenntaverlaunin 1996, og Réttlæti og ranglæti.

Tengdar bækur