Sagnabelgur – sögur í úrvali kom út 1999 og þar er að finna allar þekktustu smásögur Þórarins Eldjárns fram að þeim tíma. Þær eru teknar úr bókunum Ofsögum sagt, Margsaga, Ó fyrir framan og Sérðu það sem ég sé.

Sögurnar eru fjölbreyttar að efni og stíl en bera þó skýr höfundareinkenni. Hér nýtur sín leiftrandi kímni Þórarins, leikur hans að tungumálinu og skörp sýn á mannlífið.