Þú ert hér://Sagan af bláa hnettinum

Sagan af bláa hnettinum

Höfundur: Andri Snær Magnason

Á bláum hnetti langt úti í geimnum búa börn sem fullorðnast ekki. Dag nokkurn birtist vera sem umturnar áhyggjulausu lífi þeirra og leiðir þau í háskalega ferð. Hrífandi og margverðlaunað ævintýri skreytt áhrifamiklum litmyndum Áslaugar Jónsdóttur.

Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1999 og „Verðlaun verðlaunanna“ árið 2009 í tilefni af 20 ára afmæli Íslensku bókmenntarverðlaunanna.

Sagan af bláa hnettinum er ein víðförlasta barnabók síðari ára en hún er m.a. komin út í Bandaríkjunum, Kína, Japan, Grikklandi, Taílandi og Kóreu auk fjölmargra Evrópulanda.

Sagan hefur síðan unnið til ýmissa annarra verðlauna og tilnefninga. Hún hlaut Vest-Norrænu  barnabókaverðlaunin, pólsku Janusz Korczak- heiðursverðlaunin, tilnefningu til Norrænu barnabókaverðlaunanna og fleira. Leikrit byggt á bókinni vann til verðlauna og var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2001 við miklar vinsældir og var að auki sýnt  í Kanada, Finnlandi og Pakistan.

ATH. Tvær gerðir hljóðbóka eru í boði fyrir þessa vöru. Hljóðbókina má kaupa á geisladiski (CD eða Mp3) sem sendist í pósti en einnig sem streymishljóðbók (Streymi) sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur í streymi.

Hljóðbókin er 140 mínútur í hlustun. Hilmir Snær Guðnason leikari les.

Frá 1.590 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin942001 Verð 3.290 kr.
HljóðbókCD2008 Verð 1.795 kr.
Streymi-2018 Verð 1.590 kr. Setja í körfu

1 umsögn um Sagan af bláa hnettinum

  1. Kristrún Heiða Hauksdóttir

    „Texti Andra Snæs er meitlaður, hraður og oft á tíðum ljóðrænn… almennt séð tekst honum að koma í veg fyrir að siðaboðskapurinn verði of áberandi með leikandi léttum stíl og fyndni.“
    Amanda Little / The New York Times

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *