Gríptu með þér moskítónetið, vatnsbrúsann og malaríutöflurnar og skelltu þér með í frumskógarferð!

Leið okkar liggur í frumskóginn þar sem vinir okkar úr Andabæ mæta margvíslegum hættum. Í sextán skemmtilegum og spennandi sögum fylgjumst við með félögum okkar glíma við villidyr, fara í fjársjóðsleit, bjarga gíslum úr haldi, fást við fornleifauppgröft, leita að nær útdauðum dýrum og lenda í óteljandi hættum á leiðinni.