Viltu finna fjársjóð? Byrjaðu þá að lesa!

Langar þig í fjársjóðsleit? Það er öruggt að flestir láta sig einhverntíman dreyma um að finna gull og gimsteina. Fáir hafa eytt jafn miklum tíma í slíka leit og félagar okkar í Andabæ. Í þessari Risasyrpu er að finna átján æsispennandi ævintýri sem öll eiga þap sameiginlegt að þar eltast söguhetjurnar við gull og gersemar með misgóðum árangri.