Ríki ljóssins 4 – Maðurinn í þokudalnum

Útgefandi: Jentas
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Rafbók 2013 1.890 kr.
spinner

Ríki ljóssins 4 – Maðurinn í þokudalnum

Útgefandi : Jentas

1.890 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Rafbók 2013 1.890 kr.
spinner

Um bókina

4. bindi í hinum magnaða flokki Margit Sandemo, RÍKI LJÓSSINS. Þar tengjast sögurnar um ÍSFÓLKIÐ og GALDRAMEISTARANN, í stórkostlegum heimi handan tíma og rúms.

Miranda hafði alltaf verið góðhjörtuð og borið mikla umhyggju fyrir öðrum. Nú hafði hún sett sér það takmark að fara með Ljósið út til hinna vansælu í Myrkraríkinu, þótt hún vissi að margir þar væru illir og blóðþyrstir.

Eftir að hafa komist fram hjá bústöðum kvikindanna sem næst bjuggu, hitti Miranda væringjana Haram og Gondagil. Síst grunaði hana að hún myndi spilla ævilangri vináttu þeirra endanlega…

 

MARGIT SANDEMO er fædd 23. apríl 1924 i Östre Toten i Noregi. Margit skrifar á sænsku og gaf út sína fyrstu bók árið 1964. Í allt hefur Margit skrifað meira en 170 bækur og er mest seldi rithöfundur Norðurlandanna með meira en 39 milljónir seldra bóka. Þar af hefur Sagan um Ísfólkið selst í um 25 milljónum eintaka um allan heim.

Tengdar bækur