3. bindi í hinum magnaða flokki Margit Sandemo, RÍKI LJÓSSINS. Þar tengjast sögurnar um ÍSFÓLKIÐ og GALDRAMEISTARANN, í stórkostlegum heimi handan tíma og rúms.

Elena var sú feimna og óörugga í hópi unga fólksins í Ríki Ljóssins. Hún var viss um að vera allt of feit og að enginn liti við henni ef hún væri ekki reiðubúin að gera allt fyrir alla.

Þess vegna varð hún alsæl þegar hinn ókunnugi John sýndi henni meira en lítinn áhuga.

Lífið í Ríki Ljóssins var þó ekki bara dans á rósum. Í vandræðabænum var geðbilaður kvennamorðingi á ferli...