Galdrameistarinn Móri var ódauðlegur og hafði legið í týndri dys um langa tíð. Fjölskylda hans hafði farið gegnum Hliðin, öll nema hann og Dólgur sonur hans. Nú komu Marco og Nataníel af Ísfólkinu honum til bjargar og hjálpuðu honum síðan að leita að eldri syninum sem virðist horfinn...

Ríki Ljóssins er þriðja bókaröðin í þríleiknum um Ísfólkið og galdrameistarann. Hægt er að lesa þær óháð hver annarri.


MARGIT SANDEMO er fædd 23. apríl 1924 i Östre Toten i Noregi. Margit skrifar á sænsku og gaf út sína fyrstu bók árið 1964. Í allt hefur Margit skrifað meira en 170 bækur og er mest seldi rithöfundur Norðurlandanna með meira en 39 milljónir seldra bóka. Þar af hefur Sagan um Ísfólkið selst í um 25 milljónum eintaka um allan heim.