Forsetinn á ekki sjö dagana sæla – það getur verið flókið að vera þjóðhöfðingi. En nú hefur hann fengið góða gesti frá útlöndum: Kóng, drottningu og prinsessu! Sautjándi júní nálgast og þá á að veita alls konar duglegu fólki fálkaorðu. En ótalmargt gerist áður en fálkaorðuveislan getur byrjað og við sögu koma til dæmis gamlar og harðar kleinur, landnámshæna og brúðarterta sem minnkar og minnkar …

Gerður Kristný er margverðlaunaður og afar fjölhæfur rithöfundur sem gefið hefur út bækur fyrir lesendur á öllum aldri. Æsileg saga hennar um Ballið á Bessastöðum sló rækilega í gegn hjá lesendum en nýja bókin, Prisessan á Bessastöðum, er ekki síður fjörug og skemmtileg.

Halldór Baldursson myndskreytir söguna sem ætluð er lesendum frá sex ára aldri.

ATH. Tvær gerðir hljóðbóka eru í boði fyrir þessa vöru. Hljóðbókin er til á geisladiski (CD eða Mp3) sem afhendist í pósti eða úr verslun en einnig er hægt að fá hljóðbók sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra (Hljóðbók – App). Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er um 1 klukkustund og 15 mínútur að lengd. Höfundur les.