Höfundar: Brynja Þorgeirsdóttir, Bragi Valdimar Skúlason

Orðbragð er skemmtilegt fróðleiksrit, eða jafnvel fróðlegt skemmtirit, sem geymir óvæntar uppljóstranir og svellkaldar staðreyndir um íslenskt mál – en raunar líka um önnur mál, stórmál og smámál, mannamál og dýramál, daglegt mál, mælt mál, ritað mál og fornmál, stofnanamál, bundið mál, gamanmál og vandræðamál, jafnvel framtíðarmál: okkar mál.

Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason eru landsmönnum að góðu kunn, ekki síst fyrir Orðbragðsþætti sína sem hafa slegið hressilega í gegn og hlutu Edduverðlaunin 2014 sem skemmtiefni ársins í sjónvarpi. Bókin er í sama dúr – fyrir fólk á öllum aldri.

Með bókinni fylgir DVD diskur sem inniheldur fyrstu seríu sjónvarpsþáttanna Orðbragð.