Og garðurinn, reyndar

frá gamalli tíð

lýstur bragandi ljósum,

 

hikar, spyr sig

hve hratt sér leyfist úr þessu

að grænka og gróa.

 

Ljóðabækur Þorsteins frá Hamri eru á þriðja tug talsins, útgefnar á tæpum sex áratugum. Erindi þeirra er ætíð brýnt. Núna geymir meitluð og mögnuð ljóð, ádrepur, hugvekjur og myndir úr fórum höfuðskálds.