Höfundur: Elsa Lára Arnardóttir

Náin snerting allt frá fæðingu skapar traust milli foreldris og barns. Markvisst ungbarnanudd eykur vellíðan barnsins, stuðlar að betri svefni, mildar verki við tanntöku og styrkir ónæmiskerfið, auk þess sem sýnt þykir að það hjálpi börnum með magakveisu og aðra kvilla. Nudd hefur einnig víðtæka virkni fyrir eldri börn, til dæmis þau sem stunda íþróttir.

Elsa Lára Arnardóttir er löggiltur sjúkranuddari sem lagt hefur sérstaka áherslu á meðgöngu-, fæðingar- og ungbarnanudd. Hún hefur kennt foreldrum og fjölskyldum ungbarnanudd í rúm tíu ár. Í þessari aðgengilegu bók kennir hún einfaldar og árangursríkar aðferðir til að nudda bæði kornabörn og þau sem eldri eru.

Bókina prýðir fjöldi ljósmynda sem gera hana einkar skýra og þægilega í notkun. Hún er í handhægu broti með gormum, tæpar 90 síður.