Náttúran – leiðsögn í máli og myndum er glæsilegt yfirlit yfir gersemar náttúrunnar og geymir yfir 5.000 litmyndir af dýrum, plöntum og steindum, frá graníti til græðisúru, slímdýrum til sléttufíla. Bókin er unnin af færustu náttúrufræðingum í samstarfi við Smithsonian-stofnunina í Washington og er mögnuð hylling til óendanlegrar margbreytni jarðarinnar.

Vissir þú að:

  • aldauði vofir yfir þriðjungi froskdýra í heiminum í náinni framtíð?
  • DNA rannsóknir sýna að fálkar séu ekki endilega ránfuglar heldur tilheyri öðrum ættbálki, skyldari páfagaukum?
  • breiðnefir eru eitraðir?