Nafn mitt er rauður

Útgefandi: Mál og menning
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2008 511 990 kr.

Nafn mitt er rauður

Útgefandi : Mál og menning

990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2008 511 990 kr.

Um bókina

Seint á sextándu öld felur soldáninn í Istanbúl fremstu skrifurum og myndlistarmönnum í ríki sínu að setja saman viðhafnarrit að evrópskum sið. Verkið skal unnið á laun og er mikið hættuspil þar sem öll hlutbundin myndlist stangast á við ríkjandi trúarhugmyndir í landinu. Listamennirnir þurfa að fara huldu höfði en þegar einn þeirra hverfur sporlaust grípur um sig ótti. Hann kann að hafa orðið fórnarlamb trúarofstækis – eða afbrýðisemi. Soldáninn krefst skjótra svara og hugsanlega leynist vísbending um afdrif mannsins í hálfköruðum myndverkum hans.

Nafn mitt er Rauður er margslungin skáldsaga; ekki aðeins óvenjuleg morðgáta og hjartnæm ástarsaga af framandi slóðum, heldur einnig áleitin krufning á eðli listrænnar sköpunar. Hér kallast margar raddir á – framliðinn maður, morðingi, elskendur, hundur og tré eru meðal þeirra sem fá málið í þessari þéttofnu og litríku verðlaunasögu frá Tyrklandi.

Orhan Pamuk hlaut nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2006. Hann hefur hlotið fjölda annarra viðurkenninga fyrir skáldsögur sínar víða um lönd en þær hafa verið þýddar á yfir tuttugu tungumál. Nafn mitt er Rauður er fyrsta bók hans sem kemur út á íslensku.

Árni Óskarsson þýddi.

4 umsagnir um Nafn mitt er rauður

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur