Höfundur: Jón Jóhannesson

Muffins henta vel sem morgunmatur eða millimál á hlaupum í annríki dagsins. Hefðbundið má þó telja að fá sér muffins með kaffinu. Það er ekki erfitt að finna sér einhverja ástæðu til þess að bíta í freistandi muffins og í þessari bók er af nógu að taka. Uppskriftirnar sumar hverjar lyfta gamla góða muffinsinu upp á hærri hæðir án mikillar fyrirhafnar þó. Með stökkum toppi, kremum, glassúr og fyllingum er hægt að skapa freistandi snilldarverk sem enginn stenst.