Menningararfur á Íslandi

Útgefandi: Háskólaútg
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2015 371 4.990 kr.
spinner

Menningararfur á Íslandi

Útgefandi : Háskólaútg

4.990 kr.

Menningararfur á Íslandi
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2015 371 4.990 kr.
spinner

Um bókina

Í bókinni spyrja fjórtán höfundar gagnrýninna spurninga um menningararf, hvernig hann er notaður, af hverju og til hvers: Torfbæir og timburhús, handrit og hárlokkar, bátar og búningar, súrmatur og skyr, söguskilti og sögufrægir kvenskörungar.

Hvernig stendur á því að sumu gömlu er hampað sem ómetanlegum menningararfi á meðan annað er léttvægt fundið og leyft að drabbast niður? Höfundarnir lýsa menningararfi sem sameiningar- og sundrungarafli, hugtaki sem fólk tekur til handargagns, hreyfiafli er drífur áfram athafnir þess, sjónarhorni á daglegt líf og umhverfi, hugsjón, auðlind og þrætuepli.

Ritstjórar eru Ólafur Rastrick og Valdimar Tr. Hafstein, en aðrir höfundar eru þjóðfræðingar, mannfræðingar, safnafræðingar, sagnfræðingar og bókmenntafræðingar: Áki Guðni Karlsson, Bryndís Björgvinsdóttir, Guðmundur Hálfdanarson, Helgi Þorláksson, Jón Þór Pétursson, Karl Aspelund, Katla Kjartansdóttir, Kristinn Schram, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Sigríður Helga Þorsteinsdóttir, Sigurjón Baldur Hafsteinsson og Tinna Grétarsdóttir.

Tengdar bækur