Þú ert hér://Megas – textar 1966-2011

Megas – textar 1966-2011

Höfundur: Megas

Loks er yfirgripsmikið textasafn Megasar fáanlegt á ný, nú með áritaðari sjálfsmynd höfundar.

Eins og Megas tekur sjálfur fram í aðfaraorðum er þetta ekki ljóðabók heldur textasafn: hér er kominn obbinn af söngtextum hans ortum frá 1966 til 2011. Margir þeirra hafa aldrei birst áður en aðrir hafa aflað honum skáldfrægðar.

Textar hans eru óvægnir og hranalegir, fallegir, heimspekilegir, fyndnir, ónotalegir, háðskir, jafnvel einlægir – alltaf sláandi á einhvern hátt.

Í bókinni er fjöldi ljósmynda af meistaranum og veröld hans sem margar sjást hér opinberlega í fyrsta sinn og síðast en ekki síst prýða bókina myndskreytingar sem hann gerði sérstaklega fyrir útgáfuna.

Verkið er gefið út með fjórum mismunandi kápum.

Megas – textar 1966-2011 var valin besta ljóðabókin af íslenskum bóksölum árið 2012.

Verð 6.290 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda7312012 Verð 6.290 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / /