Jakob Frímann Magnússon á sér mörg andlit og kringum hann er alltaf líf og fjör. Hér dregur Þórunn Jarla Valdimarsdóttir hins vegar fram annan Jakob – mýkri og alvarlegri.

Það vantar ekki góðar sögur; ljúfar stundir hjá afa og ömmu á Akureyri kvikna og uppvöxturinn hjá „músíkölsku pari“ í Hlíðunum meðan allt lék í lyndi, menntaskólaárin í MH þar sem til varð skrýtin skólahljómsveit – Stuðmenn – sólskinsstundir í Los Angeles , sveiflan í London.

Jakob rekur af hispursleysi sára örlagasögu móður sinnar, talar um konurnar í lífi sínu, segir frá félögunum í Stuðmönnum, sköpunargleðinni, árekstrunum og vináttunni. Og hér eru raktar ráðgáturnar í lífi Jakobs þar sem sumt er komið á hreint – en annað ekki.

Allt þetta skráir Þórunn af sinni alkunnu snilld. Í henni mætast sagnfræðingur og skáld og vinna saman að því að draga upp heillandi mynd af margbrotnum manni.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.