Þú ert hér://Maxímús Músíkús trítlar í tónlistarskólann

Maxímús Músíkús trítlar í tónlistarskólann

Höfundar: Hallfríður Ólafsdóttir, Þórarinn Már Baldursson

Tónlistarmúsin Maxímús Músíkús snýr aftur í nýrri og bráðskemmtilegri bók eftir Hallfríði Ólafsdóttur og Þórarin Má Baldursson. Höfundarnir starfa bæði sem hljóðfæraleikarar með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Með bókinni fylgir geisladiskur með sögunni og tónlistinni sem Maxímús kynnist í þetta sinn.

Nú trítlar Maxímús í tónlistarskólann kynnist þar börnum sem leika á alls kyns hljóðfæri. Þar eru krakkarnir að æfa sig, afar spennt og kát, því að þau eiga að fá að koma fram með stórri sinfóníuhljómsveit.


„Það er skemmst frá því að segja að bókin og diskurinn eru miklir gæðagripir. Sagan er stórskemmtileg, sögð frá sjónarhóli músarinnar, sem þvælist um og lendir í ýmsum ævintýrum ... Bókin er fræðandi um heim hljóðfæra og tónlistar og gerist í rammíslenskum raunveruleika. ... Frábært framtak hjá þeim Hallfríði og Þórarni sem gerir starfsemi Sinfóníuhljómsveitarinnar enn aðgengilegri unga fólkinu.“

***** Birta Björnsdóttir / Morgunblaðið

Verð 3.290 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin332010 Verð 3.290 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / /