Höfundur: Marteinn Lúther

Úrval þeirra texta sem Lúther skrifaði þegar barátta hans við andleg og veraldleg yfirvöld stóð sem hæst.

Flest þeirra rita sem hér birtast koma nú í fyrsta skipti fyrir almenningssjónir á íslensku. Í bókinni eru alls 13 rit auk ítarlegs inngangs.

Meðal rita eru „Siðbótargreinarnar 95“ sem Lúther festi á dyr Hallarkirkjunnar í Wittenberg 31. október 1517 og mörkuðu upphaf siðbótarinnar. Tvö ritanna tengjast síðarnefnda atburðinum, annars vegar „Varnarræða Lúthers í Worms“, einn þekktasti ræðutexti evrópskrar sögu, og hins vegar „Sendibréf til Karls V. keisara“ sem Lúther skrifaði á flótta eftir ríkisþingið í Worms.

Aðalþýðandi þessa bindis er dr. Gunnar Kristjánsson.