Höfundar: Arne Jon Isachsen, Carl B. Hamilton, Þorvaldur Gylfason

Þessi bók er ítarleg en jafnframt afar aðgengileg kynning á grundvallaratriðum í hagfræði og gangverki markaðsbúskapar. Hún er skrifuð á lipru og auðskildu máli, án þess að slegið sé af kröfum um nákvæmni, og stuðst er við ýmis dæmi úr daglegu lífi en minna við tæknilegar útskýringar.