Maður í myrkri

Útgefandi: Ugla
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2011 190 2.090 kr.
spinner

Maður í myrkri

Útgefandi : Ugla

2.090 kr.

Maður í mykri
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2011 190 2.090 kr.
spinner

Um bókina

Rúmlega sjötugur bókmenntagagnrýnandi, August Brill, dvelur í húsi dóttur sinnar í Vermont í Bandaríkjunum að jafna sig eftir bílslys. Þar sem hann liggur andvaka í rúmi sínu tekur hann að segja sjálfum sér sögur. En hann reynir jafnframt að ýta frá sér hugsunum um það sem hann vill ekki horfast í augu við – andlát eiginkonu sinnar og hrottafengið dráp á kærasta dótturdóttur sinnar. Brill býr til í huga sér heim samhliða raunveruleikanum. Í þessum hugarheimi heyja Bandaríkjamenn ekki stríð í Írak heldur innbyrðis, Tvíburaturnarnir standa enn en kosningarnar árið 2000 hafa leitt til upplausnar, hvert ríkið af öðru segir sig úr ríkjabandalaginu og blóðug borgarastyrjöld brýst út. Þegar líður á nóttina æsast leikar í hugarheimi Augusts Brill, auk þess sem hugsanirnar um það, sem hann hefur forðast að horfast í augu við, brjótast upp á yfirborðið.



Tengdar bækur