Höfundur: Christopher Isherwood

Sagan gerist í Kaliforníu 1962. Kalda stríðið er í hámarki.

George er háskólakennari í enskum bókmenntum. Hann hefur nýlega misst maka sinn, Jim, en nær ekki að syrgja hann vegna viðhorfa samfélagsins.

Sagan segir frá samskiptum hans við nágranna, vini og nemendur. Hann er óhamingjusamur og einmana en er farinn að sjá ljósið þegar líður á söguna.