Ljósið

Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2000 252 2.990 kr.
spinner

Ljósið

Útgefandi : Hið íslenska bókmenntafélag

2.990 kr.

Ljósið
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2000 252 2.990 kr.
spinner

Um bókina

Uppgötvun og þróun skammtafræðinnar á 20. öld var réttnefnd bylting í sögu eðlisfræðinnar. Hún birti okkur nýja og framandi mynd af náttúrunni sem að ýmsu leyti stangast á við almenna skynsemi og hefur haft áhrif langt út fyrir eðlisfræðina, á heimsmynd okkar og á heimspeki.

Richard Feynman var einn af brautryðjendum skammtafræðinnar og einn upphafsmanna svokallaðrar skammtarafsegulfræði (quantum electrodynamics) sem fjallar um víxlverkun rafhlaðinna agna við ljós og aðrar rafsegulbylgjur. Feynman var annálaður fyrir þann hæfileika að geta skýrt flókin atriði eðlisfræðinnar fyrir leikmönnum á talmáli án þess að slá af kröfum um nákvæmni og hér lýsir hann skammtafræði ljóss með hliðsjón af hversdagslegum fyrirbærum eins og endurkasti ljóss. Bókina, sem er unnin upp úr fyrirlestrum sem hann flutti árið 1983 við Kaliforníuháskóla í Los Angeles, prýða fjölmargar skýringarmyndir en hvorki er notast við stærðfræðiformúlur né tæknilegan orðaforða eðlisfræðinnar. Segir höfundur á einum stað í bókinni að vandinn við að skilja hana felist fyrst og fremst í því að fást til að viðurkenna að það geti verið að náttúran hegði sér fáránlega frá sjónarhóli mannlegrar skynsemi. Sá metnaður sem Feynman leggur í að setja viðfangsefnið í sem skýrastan og einfaldastan búning án þess að bjaga nokkurn tíma sannleikann, markar sérstöðu Ljóssins meðal bóka um nútímaeðlisfræði fyrir almenning.

Skammtarafsegulfræði hefur verið kölluð besta kenning sem komið hefur fram í sögu eðlisfræðinnar. Hún þykir útskýra tilraunaniðurstöður með einstakri nákvæmni, er afar yfirgripsmikil og skýrir jafnt rafeindatækni nútímans og efnafræði, auk þess sem hún samræmist bæði afstæðiskenningu Einsteins og skammtafræðinni. Feynman hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1965 fyrir framlag sitt til kenningarinnar, en hann er einnig þekktur fyrir önnur afrek á sviði eðlisfræðinnar, meðal annars uppfinningu svokallaðra Feynman-mynda, útskýringu á svokölluðu ofurflæði og að hafa lagt hornsteininn að hugmyndinni um skammtatölvu, auk þess sem hann tók þátt í vinnunni við þróun kjarnorkusprengjunnar.

Þórður Jónsson rekur feril Richards Feynman og framlag hans til vísindanna í inngangi sínum.

Þýðandi: Hjörtur H. Jónsson.

Tengdar bækur