Höfundur: Halla Margrét Jóhannesdóttir

Er hægt að eiga samskipti eftir að síðasta hljóðmerkið er þagnað?

Í ljóðabókinni Ljós og hljóðmerki yrkir höfundur um hversdagslega tilveru konu á einlægan og írónískan hátt, ferðalög hennar, skrif og sköpunarferli. Ljóðin búa einnig yfir þrá eftir sambandi og senda mors eins og radíóamtör til þeirra sem ekki eru lengur hér.

Ljós og hljóðmerki er önnur ljóðabók Höllu Margrétar Jóhannesdóttur.