Höfundur: Guðrún Anna Matthíasdóttir

Nú er litla, forvitna ögnin hún Agnarögn komin aftur á stjá, ásamt öllum hinum skrýtnu og skondnu ögnunum. Henni sást síðast bregða fyrir í bókinni um Agnarögn sem kom út á síðasta ári.

Að þessu sinni býður hún upp á fjölmargar skemmtilegar þrautir til að þreyta og myndir til að lita sem hæfa börnum á aldrinum 4-7 ára.