Höfundur: Jancis Robinson

Í Litlu vínbókinni deilir Jancis Robinson sérfræðiþekkingu sinni með lesendum á hnyttinn og aðgengilegan hátt.

Hún hjálpar okkur að fá sem mesta ánægju út úr þessum dularfulla og dásamlega drykk og fjallar meðal annars um muninn á hvítvíni og rauðvíni, flöskulögun og –miða, bragðlýsingar, lit og lykt, hvernig para eigi vín við mat og hvort dýrara sé betra.