Litla Hugsanabókin hefur að geyma 100 léttar hugsanir fyrir allan almenning, eins og segir framan á kápu bókarinnar. Hinn sífrjói Guðbergur nýtur sín vel í þessu umhverfi þar sem hann fjallar um lífið og tilveruna, er ekkert óviðkomandi og hlífir engu og engum, síst sjálfum sér.

nr. 1
Bankar og við erum bestu skinn með gagnkvæman skilning: Fyrir hrun vildu þeir allt fyrir okkur gera. Eftir það viljum við þjónusta þá.

Hlustaðu á sýnishorn af fleiri hugleiðingum hér: