Limrur

Útgefandi: VH
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2005 2.180 kr.
spinner

Limrur

Útgefandi : VH

2.180 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2005 2.180 kr.
spinner

Um bókina

Ég festi ekki blíðan blund
fyrir bölvaðri rökfestu um stund.
Loks tókst mér að sofna
fann samhengi rofna
og símastaur pissaði á hund.

Limran hefur löngum þótt óhátíðlegt form og henni fylgt ljótt orðbragð og dónaleg hugsun. Virðing hennar hefur þó aukist hin síðari ár, þótt engu hafi hún tapað af léttúð sinni.

Hér birtist safn snjallra og mishátíðlegra limra eftir einn af meisturum þessa forms á íslensku, Kristján Karlsson.

„Það er engin uppskrift til fyrir limru, - en í spjalli okkar Kristjáns hefur hann bent mér á, að það þurfi að brjóta egg í henni. Fyrst er sagt frá því sem sjálfsagt er, en síðan kippt fótunum undan því, svo að ekkert verður eftir nema óvissan. Það skýrir að limran er í andstöðu við hefðbundinn skáldskap. Hún svíkur um niðurstöðu og sögu og fer undan í flæmingi.“  Úr formála Halldórs Blöndals.

Tengdar bækur