Í þessari bók eru sögur af kraftmiklu og viljasterku fólki, sem lét verkin tala og setti svip á samtíð sína. Frásagnirnar leiftra af bjartsýni þess og lífskrafti. Höfundur bókarinnar, Bragi Þórðarson, hefur ritað fjölda bóka um atburði og fólk á fyrri tíð. Þetta er 15. bók hans.

Efni:
Hættuspil á hafinu: Þórður Guðjónsson skipstjóri. Þórður komst oft í hann krappann á löngum sjómannsferli sínum og átti því láni að fagna að bjarga mörgum sjómönnum úr sjávarháska.
Fyrsta konan sem las passíusálmana í útvarpið: Valbjörg Kristmundsdóttir Hún ólst upp hjá vandalausum, varð einstæð móðir rúmlega tvítug.
Höfðingi smiðjunnar: Þorgeir Jósefsson athafnamaður. Kjarkur, takmarkalaus bjartsýni og harður vilji einkenndu öll hans störf. Hann var þekktur fyrir tilsvör sín sem mörg lifa enn góðu lífi.
Kynjarödd í konubarka: Hallbjörg Bjarnadóttir. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að syngja djass og dægurlög.
Vélsmiður í Winnipeg: Einar Vestmann vélsmiður. Flutti til Kanada í ævintýraleit. Starfaði sem fiskimaður við Winnipegvatn og vélsmiður í Gimli. Hann missti eiginkonuna frá átta börnum og flutti með þeim eignalaus til Akraness 1930.
Þórunn í Höfn og þáttur af Bjarna sauðamanni: Þórunn Sívertsen í Höfn. Hún fór ung til lækninga og mennta í Skotlandi. Giftist Torfa bónda í Höfn. Var snjöll ræðukona og ritfær.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er um 3 klukkustundir að lengd. Höfundur les.