Póstlistinn Leir er landsþekktur, hann hefur verið við lýði í tæpan aldarfjórðung. Á Leir skiptast hagyrðingar á kveðskap sér til skemmtunar og vísur þær sem þar hafa birst skipta tugum þúsunda.

Ýmsir af þekktustu hagyrðingum landsins hafa ort eða yrkja á Leir, t.d. Björn Ingólfsson, Björn Þórleifsson, Friðrik Steingrímsson, Hákon Aðalsteinsson, Hjálmar Freysteinsson, Jón Ingvar Jónsson, Óttar Einarsson, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Sigrún Á. Haraldsdóttir og Þórarinn Eldjárn svo nokkrir séu nefndir.