Kynni

Útgefandi: JPV
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2009 173 3.100 kr.
spinner

Kynni

Útgefandi : JPV

3.100 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2009 173 3.100 kr.
spinner

Um bókina

Kynni er greinasafn í níu hlutum þar sem Milan Kundera fjallar af alkunnu listfengi og innsæi um þá skáldsagnahöfunda, tónskáld og málara sem skipta hann mestu máli. Kundera leiðir lesendur í gegnum nokkrar eftirlætisskáldsögur sínar, allt frá sextándu öld til nútímans, ræðir um arfleifð ýmissa evrópskra tónskálda og veltir fyrir sér fagurfræði listmálara sem eru honum kærir.

Kundera fjallar meðal annars um Leos Janacek, Fjodor Dostojevskí, Bertolt Brecht, Carlos Fuentes, Federico Fellini, Francis Bacon, Gabriel García Márquez, Guðberg Bergsson, François Rabelais og Arnold Schönberg

Hér er lesendum boðið í upplýsandi ferðalag um menningu Evrópu síðustu fimm hundruð árin, með ýmsum spennandi útúrdúrum, undir leiðsögn eins merkasta og vinsælasta rithöfundar okkar tíma.

Friðrik Rafnsson þýddi.

Tengdar bækur