Konan og selshamurinn

Útgefandi: Töfrahurð
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2019 56 2.290 kr.
spinner

Konan og selshamurinn

Útgefandi : Töfrahurð

2.290 kr.

Konan og selshamurinn
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2019 56 2.290 kr.
spinner

Um bókina

Íslenskar þjóðsögur og ævintýri – gömul, en samt glæný.

Konan og selshamurinn er fjórða bók Töfrahurðar í nýrri ritröð sem byggir á íslenskum þjóðsagnaarfi. Samnefnd íslensk þjóðsaga fjallar m.a. um togstreitu móður sem velja þarf á milli „sjö barna á landi og sjö í sjó”. Hér birtist óperuútfærsla þessarar þjóðsögu með skemmtilegri tónlist eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson við splunkunýjan og fjörlegan texta Ragnheiðar Erlu Björnsdóttur.

Söngvarar eru Björk Níelsdóttir, í hlutverki hinnar kraftmiklu Seleyjar, og Pétur Oddbergur Heimisson sem hinn ljúfi Þorlaukur bóndi. Skólakór Kársness, undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur, syngur hlutverk kópa og barna. Hljóðfæraleik annast eftirtaldir félagar úr Caput-hópnum: Steinunn Vala Pálsdóttir, flauta, Guðni Franzson, klarinett, Ragnar Jónsson, selló og Matthildur Anna Gísladóttir, píanó.

Bókin er fagurlega skreytt með myndum eftir Freydísi Kristjánsdóttur og á vel heima í bókahillum allra barna sem vilja kynnast þjóðsögum í nýjum og spennandi búningi.

Tengdar bækur