Höfundur: Sigurbjörg Þrastardóttir

Dýrmæddir klárarnir í gerðinu
Ynni
ég þér
yfirleitt
yxu þykkri sneiðar
um bein mín
og safar byltust í hvítu leðri
bei bí
en hér er
frost um nætur
snautt af draumum

Sigurbjörg Þrastardóttir hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir skáldsöguna Sólar sögu og tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir ljóðsöguna Blysfarir. Kátt skinn (og gloría) er áttunda ljóðabók hennar.