Bók sem byggir á hinu geysivinsæla tónverki Karnivali dýranna eftir Camille Saint-Saëns. Verk þetta hefur kynnt klassíska tónlist fyrir ófáum kynslóðum gegnum árin enda hefur það mikið verið notað í skólastarfi og tónlistarkennslu um allan heim.

Bókin er ríkulega myndskreytt og geymir nýjar vísur eftir Þórarinn Eldjárn sem ort hefur sögu í kringum tónverkið ástsæla. Líflegar og litríkar myndir bókarinnar eru eftir Kristínu Maríu Ingimarsdóttur. Með bókinni fylgir diskur þar sem tónverkið er flutt af tónlistarhópnum Shéhérazade og leikurunum Guðrúnu Ásmundsdóttur og Sigurþóri Heimissyni.

Lista- og menningarráð Kópavogs, Starfsmenntunarsjóður tónlistarskólakennara og menntamálaráðuneytið styrktu útgáfuna.