Jólasveinarnir

Útgefandi: Salka
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2010 54 1.290 kr.

Jólasveinarnir

Útgefandi : Salka

1.290 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2010 54 1.290 kr.

Um bókina

Fyndin og fjörleg bók um óborganleg ævintýri jólasveinanna þrettán. Hefur lengi verið uppseld en kemur hér í nýrri útgáfu handa nýrri kynslóð barna.

Þegar jólin nálgast fara skrýtnir nánungar á kreik, þeir klöngrast ofan úr fjöllum og stefna í átt til byggða með sitt síða skegg og úttroðna poka á baki. Hvaða karlar eru með þetta og hvað skyldi vera í pokunum þeirra?

Jólasveinarnir þrettán koma víða við, á bæjunum í sveitinni, þorpum og borg; á Sauðárkróki, Seyðisfirði, í Mosfellsbæ og Reykjavík. Þeir gleyma engum góðum börnum, hvort sem þau búa í margra hæða blokk eða lágreistu húsi. Hér segir Iðunn Steinsdóttir bráðskemmtilegar sögur af ferðalögum þeirra og ævintýrum.

Þessi vinsæla bók birtist hér í nýjum búningi handa nýrri kynslóð barna. Bók sem má lesa aftur og aftur og lita jólasveina eftir eigin höfði.

Tengdar bækur