Islande Indomptée

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2006 690 kr.
spinner

Islande Indomptée

690 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2006 690 kr.
spinner

Um bókina

Ljósmyndabók svissneska ljósmyndarans Max Schmid, Íslands óbeisluð öfl, kemur út á fjórum tungumálum.

Eldur og ís, hverir og fossar, iðagrænir vellir og svartir sandar, ótamin jökulfljót og hrikalegar klettastrendur, miðnætursól og langir skuggar, álfar, tröll og sögur og svo auðvitað fiskurinn ? þetta er Ísland, eyjan sem kennd er við andstæður en líka við frelsi víðáttunnar og tign.

Íslands óbeisluð öfl er prýdd 250 ljósmyndum eftir Max Schmid, hver annarri stórkostlegri. Þar er ljósmyndari á ferð sem er mikill Íslandsvinur og gjörþekkir landið. Hann kemur okkur sífellt á óvart með undurfögrum og dulúðugum myndum af íslenskri náttúru sem, að hans eigin sögn, bera þess vitni að í þessu nánast ósnortna landi geta menn ennþá fengið útrás fyrir ævintýraþrá sína.

Max Schmid, sem fæddist í Winterthur í Sviss 1945, er landslagsljósmyndari og mikill náttúruunnandi. Hann kýs helst að starfa á afskekktum stöðum, hefur ferðast mikið um framandi lönd og staðið fyrir mörgum ljósmyndaleiðöngrum. Með kynngimögnuðum ljósmyndum, sem birst hafa í yfir tuttugu ljósmyndabókum, tímaritum og á dagatölum, hefur hann skapað sér sess meðal fremstu ljósmyndara nútímans.

Íslands óbeisluð öfl er afar vönduð að allri gerð og í stóru broti og er 225 blaðsíður.

Tengdar bækur