Höfundur: Max Milligan

Undanfarin þrjú og hálft ár hefur skoski ljósmyndarinn og rithöfundurinn Max Milligan unnið að gerð mikillar bókar um Ísland sem nær utan um flest það sem skiptir máli; náttúruna, atvinnulífið, sögu og menningu.

Bókin er gefin út í tilefni af 100 ára fullveldisafmælis íslensku þjóðarinnar og ritar forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson formála.

Bókin er gefin út á bæði íslensku og ensku.