Þetta voru svartir dagar í sögu Ísfólksins. Kapphlaupið upp í dalinn er æðisgengið. Þengill illi og hægri hönd hans, hinn grimmi Lynx, beita öllu sínu illþýði gegn Ísfólkinu og bandamönnum þess og varpa mörgum í Svelginn, þaðan sem enginn á afturkvæmt. Að lokum búast hin fimm útvöldu til að berjast ein gegn hinum forherta ættföður sínum og böðli hans. Á fundinn kemur svo óvænt persóna sem enginn átti von á því að sjá...