Það kom engin minningargrein um Salóme Kjartansdóttur í blöðunum. Enda var það aðeins óskhyggja mín, sem leitaði að minningargrein um þá konu. Og ég skil ekki hvers vegna hún hefur ásótt mig öðruhvoru í öll þessi ár. Við urðum samskipa suður, lentum saman í klefa á öðru plássi, það var allt og sumt.

Í sama klefa er fjórða skáldsaga Jakobínu Sigurðardóttur og kom út árið 1981.