Höfundur: Peter Höeg

Hugsanlega hæfir fjallar um þrjú ungmenni, sem eiga undir högg að sækja í skólanum. Tilfinningum þeirra, draumum og vangaveltum er lýst af skörpu innsæi höfundar svo úr verður hörkuspennandi frásögn.

Höfundurinn lætur sögumanninn, einn þremenninganna, tjá innstu hugrenningar sínar og hjartans mál á dauðu stofnanamáli sem honum hefur verið innrætt.

Um leið rís mikill skáldskapur af glímu hans við tungumálið, skáldskapur sem tekst á við eðli valdsins og farg tímans.