Hreyfing rauð og græn – saga VG 1999-2019

Útgefandi: Salka
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2019 348 6.890 kr.
spinner

Hreyfing rauð og græn – saga VG 1999-2019

Útgefandi : Salka

6.890 kr.

Hreyfing rauð og græn - saga VG 1999-2019
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2019 348 6.890 kr.
spinner

Um bókina

Saga VG er komin út á tuttugu ára afmæli hreyfingarinnar. Þar er rakin saga hreyfingar sem umbreyttist frá því að vera lítill, áberandi andófsflokkur í að verða sá næststærsti á Alþingi og leiðandi í ríkisstjórn.

„Ég fékk fullt frelsi við ritun og efnisöflun, þ.m.t. óheft aðgengi að fundargerðum og öðrum skjölum úr starfi VG, stjórnar og þingflokks,” segir höfundur bókarinnar, Pétur Hrafn Árnason sagnfræðingur í inngangi. Pétur Hrafn er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur og hefur m.a. verið ritstjóri í ritröðinni Sögu Íslands og aðalhöfundur síðasta bindis hennar.

Sagan hefst á miklum umrótatímum í íslenskri pólitík árið 1998 þegar nýtt flokkamynstur verður til á vinstrivæng stjórnmálanna. Á skjótum tíma varð til róttækt stjórnmálaafl sem sumir spáðu skömmum líftíma. Sviptingar í stjórnmálalífinu breyttu stöðu hreyfingarinnar óvænt og leiddu til þátttöku hennar í tveimur ríkisstjórnum síðasta áratuginn, hvort tveggja við krefjandi aðstæður. Í sögu VG er ekkert dregið undan. Hún er á köflum átakasaga og sannkallaður reyfari. Enginn stjórnmálaáhugamaður má láta þessa bók fram hjá sér fara.

Salka dreifir bókinni.

Tengdar bækur