Hlaðhamar

Útgefandi: MM
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Geisladiskur 2008 Mp3 2.590 kr.
spinner
Hljóðbók - streymi 2018 App 1.590 kr.
spinner

Hlaðhamar

Útgefandi : MM

1.590 kr.2.590 kr.

Hlaðhamar
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Geisladiskur 2008 Mp3 2.590 kr.
spinner
Hljóðbók - streymi 2018 App 1.590 kr.
spinner

Um bókina

Ein áhrifamesta þjóðsaga okkar Íslendinga er Sögubrot af Árna á Hlaðhamri, stórlyndum og heiftræknum bónda sem myrðir tengdason sinn með óvenju grimmilegum hætti: stingur hann átján sinnum með hnífi í kviðinn. Guðrúnu dóttur hans þótti síðan dauðadómurinn yfir Árba of linur og krafði yfirvöld þess réttlætis að faðir hennar yrði líflátinn með sama hætti og hann myrti Jón, mann hennar, og síðan brenndur til ösku. Málafylgja Guðrúnar og alvara var slík að dómendur urðu að óskum hennar.

Hvað olli þessari heift? Hver er sagan á bak við þessa hörmulegu fjölskylduatburði?

Nú færir Björn Th. Björnsson okkur sína útgáfu af lífi fólksins á Hlaðhamri við Hrútafjörð. Af skáldlegu innsæi og sögulegri þekkingu lýsir Björn stoltu fólki og lítilmennum, brjóstgóðu fólki og illgjörnu sem framar öllu reynir að knésetja náungann. En ekki síst fjallar þessi saga um hið flókna samspil mannlegs eðlis og harðneskjulegrar náttúru.

Björn Th. Björnsson er einn vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar og er ekki síst þekktur fyrir skáldsögur sínar byggðar á sögulegum efnum, eins og Falsarann, Haustskip, Sölku og Brotasögu.

ATH. Tvær gerðir hljóðbóka eru í boði fyrir þessa vöru. Hljóðbókin er til á geisladiski (CD eða Mp3) sem afhendist í pósti eða úr verslun en einnig er hægt að fá hljóðbók sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra (Hljóðbók – App). Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er um 7,5 klukkustundir að lengd. Höfundur les.

Tengdar bækur