Hjónaband & sambúð

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2006 2.375 kr.
spinner

Hjónaband & sambúð

2.375 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2006 2.375 kr.
spinner

Um bókina

Í þessari einlægu og afar tímabæru bók fjallar séra Þórhallur Heimisson um helstu vandamál og flækjur sem upp geta komið í hjónabandi og sambúð. Rætt er um samskipti og samskiptavandamál, ólíkar tjáningaraðferðir, kynlíf og kynlífsvanda, mismunandi fjölskyldumynstur, samskipti við börn og stjúpbörn og fjölmargt fleira er viðkemur samskiptum kynjanna og fjölskyldunnar. Tekin eru margvísleg raunsönn dæmi og bent á úrval þrautreyndra aðferða til að bæta úr vandanum. Samhliða eru sett fram gagnleg verkefni og sjálfspróf sem geta nýst lesendum til að bæta hjónabandið eða sambúðina.

Bókin byggir á hinum vinsælu hjónanámskeiðum sem Þórhallur hefur haldið víðs vegar um landið frá árinu 1996. Meira en 7500 manns hafa sótt námskeiðin og nýtir Þórhallur þá reynslu sem hann hefur öðlast í samskiptum sínum við pör á öllum aldri til að setja fram skýr og einföld ráð sem ættu að vera kærkomin hverjum þeim sem vill bæta sambandið við makann og öðlast þannig aukna lífshamingju.

Tengdar bækur