Heppin

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2004 715 kr.
spinner

Heppin

715 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2004 715 kr.
spinner

Um bókina

„Í undirgöngunum þar sem mér var nauðgað, göngum sem eitt sinn höfðu verið neðanjarðarinngangur í útileikhús og leikararnir gátu farið um ef þeir vildu birtast undan áhorfendapöllunum –  í þessum undirgöngum hafði stúlka verið myrt og bútuð í sundur. Lögreglan sagði mér frá þessu. Í samanburði við hana, sögðu þeir, var ég heppin.“

Djúpt ígrunduð og grípandi frásögn, innblásin þeirri trú að hægt sé að ná fram réttlæti og halda fullri reisn jafnvel eftir hroðalega lífsreynslu.

Áleitnar minningar Alice Sebold um þá reynslu að vera barin og nauðgað átján ára að aldri grípur lesandann sterkum tökum og heldur honum föngnum. Með beittum húmor og næmu auga fyrir fjarstæðukenndum aðstæðum sem komið geta upp í lífinu lýsir hún tilveru sinni sem ungur háskólanemi fyrir og eftir hrottafengna líkamsárás, hvernig hún berst hatrammlega gegn einangrun og fordómum og baráttu hennar við að ná fram réttlæti í dómskerfinu.

Þetta er frásögn af hetjulegri baráttu sem rígheldur athygli lesandans frá upphafi til enda.

 

„Alice Sebold kennir okkur margt um lífið og dauðann, að halda og sleppa, eins andstyggilegt, ófullkomið og fagurt það ferli getur verið.“
Los Angeles Times

„Þessi bók á erindi við alla því hún fær okkur til að hugsa og hún fær okkur til að taka afstöðu, hún lætur engan ósnortinn.“
Ingveldur Róbertsdóttir / kistan.is

„Skelfileg en sérkennilega heillandi. Yfirveguð og ítarleg frásögn.  Á hljóðlátan hátt tekst Sebold að vinna úr minningunni um það þegar henni var nauðgað á fyrsta námsári sínu í háskóla og fjallar um viðfangsefni sitt af heilindum.“
Newsday

„Og það er þessi húmor sem gerir það að verkum að þrátt fyrir allt er Heppin skemmtileg bók. En hún er líka hræðilega sorgleg. Vel skrifuð og vel byggð. Sannfærandi og heiðarleg. Og áhrifameiri en nokkur skáldsaga sem ég hef lesið. Ætti að vera skyldulesning fyrir alla.“
Friðrikka Benónýs / Morgunblaðið

„Sérlega grípandi frásögn…einsemd höfundar nístir lesandann inn að beini.“
Sigríður Albertsdóttir / DV

 

Tengdar bækur