Haustaugu

Útgefandi: Önnur forl
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2018 59 5.690 kr.
spinner

Haustaugu

Útgefandi : Önnur forl

5.690 kr.

Haustaugu - Hannes Pétursson
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2018 59 5.690 kr.
spinner

Um bókina

Hannes Pétursson hefur verið eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar allt frá því að hans fyrsta ljóðabók kom út árið 1955. Hann hefur sameinað hefð og nútíma í ljóðlist sinni, en jafnframt verið skáld dirfsku og nýjunga. Ljóð Hannesar eiga sér gjarnan rætur í íslenskri náttúru og sögu en þar er samhliða glímt við tilvist okkar hér og nú.

Haustaugu er ellefta ljóðabók Hannesar, en tólf ár eru liðin frá því hann gaf síðast út bók með frumsömdum ljóðum. Hér yrkir maður sem er síungur í ljóðmáli sínu og viðhorfi. Hann hvarflar nú haustaugum yfir umhverfi sitt og tíma, vekur okkur til vitundar um aðkallandi mál og minnist genginna vina á ljúfsáran hátt.

Ný ljóðabók frá Hannesi Péturssyni er bókmenntaviðburður og hvalreki öllum þeim sem unna ljóðlist og íslenskri tungu.

Tengdar bækur